Heimakirkjan - Heima hjá þér
Heimakirkjan er spjall um biblíuna. Við viljum taka samtalið um biblíuna. Markmiðið er að þú stofnir þinn heimahóp og þið hlustið áður en þið hittist og ræðið svo biblíuna og hvernig þið skiljið hana. Við munum byrja á að setja tóninn og svo fara í nýja testamentið. Það er okkar von að þetta verði þér til blessunar og að margir heimahópar verði stofnaðir og orðið rætt.
Heimakirkjan - Heima hjá þér
2. Matteus - Mumzer
Hvernig talar matteus Guðspjallið til okkar?
Viðhorfið sem Matteus hefur kemur frá hans lífi að vera utangarðs?
Hans ástríða virðist vera fagnaðarerindið þar sem allir eru velkomnir
Skoðið líf Matteusar hvernig tilfinning var að vera tollheimtumaður?
Hvernig leit lífið hans út í daglegum hlutum?
Þekkir þú hvernig það er að vera utangarðs?
Getur þú tengt þig við þessa tilfinningu í þínu lífi?
Leitist við að skilja með hjartanu hvernig er að vera utangarðs.
Er utangarðsfólk í borginni okkar sem engin er að hugsa um?
Eru einhverjir sem við þurfum að hjálpa að upplifa sig elskaða?